Opið hús laugardaginn 7. nóvember frá kl: 13:00 – 17:00
Vinsamlegast látið vini og vandamenn vita, margt skemmtilegt að skoða hjá listammönnunum og hönnuðunum.
Saumakvöld fimmtudag 5. nóv. kl.20.oo.
Við höfum nú hist þrisvar sinnum og skemmt okkur konunglega við að sauma þessi furðudýr til styrktar Textílverkstæðinu Korpu.
Þessi furðudýr verða svo seld á opnum degi í desember eins og áður hefur komið fram og munu þessar fínu fígúrur eiga eftir að gleðja einhverja um jólin.
Allir velkomnir hvort sem er til að segja sögur, hella upp
á kaffi, koma með e…fni eða sauma á fullu. Afraskturinn sem kominn er
lofar mjög góðu og spennandi verður að sjá hvað okkur tekst að gera
margar furðuverur.
Sjáumst hressar vonandi sem flestar.
Kær kveðja Kristveig, Þóra Björk, Sigrún og Sigríður.