Sýning Sæunnar Þorsteinsdóttur, Landfuglar, opnar í Listmunahorni Árbæjarsafns laugardaginn 19. júní kl. 14.
Sæunn finnur gömlum íslenskum landshlutakortum nýtt hlutverk með því að brjóta þau saman í origami fugla sem hún þræðir upp á vír ásamt alls kyns steinum, perlum og skrauti. Hólar, hraun og mýrar teygja fram hálsinn og þungt farg fjallanna fær vængi til að fljúga. Landfuglarnir svífa með hraunvængi, fosshálsa og móastél.
Sýningin stendur frá 14.júní – 2.júlí og er opin alla daga kl.10-17.
Allir velkomnir.